Bæta atriðum við þína eigin valmynd
Það er nú mögulegt fyrir Uniconta notanda að stofna sína eigin valmynd. Þetta er gert með því að hægrismella með músinni á valmyndaratriði og velja síðan
Bæta við eftirlæti.

Þá er hægt að velja valmyndaratriðið beint úr stjörnutákninu efst á valmyndastikunni eða með flýtileiðinni ALT + niður ör.
Breyta þinni eigin valmynd
Hægt er að breyta eftirlætis valmyndaratriðum með því að velja Notandatáknið (Þínar stillingar) á valmyndastikunni og velja
Eftirlæti:

Hér er hægt að bæta við og fjarlægja valmyndaratriði. Þar að auki er möguleiki á að bæta rökum (argument) við skjámyndina. Sjá nánar um
Rök (Argument) hér.