Vöruflokkar stýra bókun vörunotkunar (sölu) og hreyfingum í birgðabók.
Hægt er að setja upp vöruflokka til að ákvarða bókun vörunotkunar, eftirstöðvar birgða, sölu og innkaup og bókun frá birgðabók o.fl., fyrir vörusafn þar sem vöruflokkur er valinn.
Veldu
Birgðir /Viðhald/Vöruflokkur til að birta yfirlit yfir vöruflokkana.
Til hvers eru vöruflokkarnir notaðir?
Almenn bókunaruppsetning fyrir vörurnar sem eru festar við vöruflokk. Athugið að á nokkrum stöðum í Uniconta er hægt að hnekkja gildum flokksins með því að velja önnur gildi.
- Vöruflokkarnir eru notaðir til að ákvarða bókun á sölu og innkaupum á vörum, bæði hvaða reikninga á að taka tillit til og hvaða VSK-tegundir á að nota.
- Hægt er að setja upp vöruflokka þannig að þeir noti mismunandi bókanir í tengslum við það hvort um er að ræða sölu/innkaup til/frá landinu, innan/utan Európu, VSK-skyldum eða óskyldum aðilum.
- Tollskrárnúmer og upprunaland fyrir ESB-sölu (ESB-sölu, Intrastatog ESB-listakerfi) er hægt að nota
- Ákvarða bókun vörunotkunar og úthreyfingar birgðavirðis úr birgðum.
- Setja upp lykil og mótlykil fyrir bókun úr birgðabók, auk hagnaðar/tap lykils og birgðabreytingarlykils.
- Ef framleiðsla er notuð er hægt að stjórna framleiðslu og innhreyfingu ásamt aukningu birgðavirði með uppsetningu vöruflokksins.
Ath: Í viðskiptavinaflokkum og lánardrottnaflokkum er Vöruflokkur valinn í reitnum 'Tekjufærsla' til að nota uppsettu vöruflokkana.
Tækjaslá vöruflokka
Nafn |
Lýsing |
Bæta við |
Smelltu hér til að bæta við vöruflokki |
Endurnýja |
Eftir að hafa breytt eða stofnað nýjan vöruflokk verður þú að smella á 'Endurnýja' til að sjá breytingarnar. |
Snið |
Hér getur þú valið hvaða reiti þú vilt sjá, vistað snið og eytt sniði þínu. |
Flytja út |
Hér er hægt að flytja vöruflokkalistann út í Excel. |
Reitir undir vöruflokkum
Í þessum hluta er lýst hvernig fylla á út reitina í vöruflokknum og í hvaða tilgangi.
Ef svæðin eru fyllt út hér eru þau notuð fyrir allar vörur sem tengjast völdum vöruflokki.
ATH: Hægt er að hnekkja sumum reitunum í vöruflokknum annars staðar í Uniconta (í sölupöntuninni, innkaupapöntuninni, færslubókarlínunum, birgðaspjaldinu o.s.frv.). Það er stigveldi sem ákvarðar hvaða upplýsingar Uniconta notar. Lesa meira um þetta stigveldi neðar í greininni.
Lýsing
Heiti reits |
Lýsing |
Flokkur |
Stutt nafn fyrir flokkinn (20 stafir) |
Heiti |
Lengra nafn fyrir flokkinn (30 stafir) |
Sjálfgefið |
Ef þú vilt hafa sjálfgefinn vöruflokk sem er alltaf valinn fyrir nýstofnaðar vörur geturðu hakað í reitinn við hliðina á Sjálfgefið. |
Sjálfmyndaður lykill |
Stofnar vörunúmer fyrir nýstofnaða vöru. |
Tolla-/gjaldaflokkur |
Gerir þér kleift að úthluta gjaldaflokki á vöruflokk en ekki bara á einstaka vöru. |
Verktegund |
Velja verktegund til að nota á allar vörur í gildandi verkflokki. Ef þessi reitur er fylltur út er ekki nauðsynlegt að fylla út reitinn Tegund í birgðaspjaldinu. |
Tollur
Heiti reits |
Lýsing |
Tollskrárnúmer |
Hér er fært inn tollskrárnúmer
Ath: Ef tollskrárnúmer hefur verið stofnað beint á vöruna er tollskrárnúmer vörunnar notað. Lesa meira um þetta stigveldi neðar í greininni. |
Upprunaland |
Veldu land – notað fyrir Intrastat og ESB Listakerfið (EU Listesystem)
Athugið: Ef upprunalandið hefur verið stofnað beint á vöruna er upprunaland vörunnar notað. Lestu meira um stigveldið neðar í þessari grein. |
Lyklar
Heiti reits |
Lýsing |
Vörunotkukn |
Veldu lykilinn sem kostnaðarverð seldra vara (KSV) á að vera skráður á við sölu (venjulega er það lykill í rekstri). |
Úthreyfing birgða |
Veldu lykilinn sem úthreyfing vöru á að vera skráð á við sölu (venjulega er það lykill í efnahagsreikningi). |
Færa vörunotkun við sölu þjónustu |
Ef nota á vöruna sem bókuð er við sölu á þjónustu er sett hak í þennan reit.
Athugið! Þegar þjónusta er bókuð á verk er vörunotkun EKKI bókuð ef þjónustan er bókuð með tegundinni Vinna, þar sem þessi tegund er ætluð til notkunar með launategundum en ekki þeirri sömu með vörunúmerum. |
Uppskrift

Ef framleiðsluuppskrift er notuð og vörur eru framleiddar með vörum úr eigin vöruhúsi er hægt að setja upp skráningu á úthreyfingu og móttöku þessara vara hér.
Heiti reits |
Lýsing |
Framleiðslukerfi, úthreyfing |
Veldu lykil fyrir úthreyfingu birgða fyrir vöruna sem er innifalin í framleiðslunni. |
Framleiðslukerfi, móttaka |
Veldu lykil fyrir móttöku birgða fyrir framleidda vöru. |
Aukning á birgðavirði |
Eykur verðmæti fullunnar vöru. Þetta á aðeins við ef framleiðsluvaran er EKKI með hak í "Kostnaðarverð er samtala lína".
Verður að vera rekstrarlykill |
Birgðabók

Ef birgðabókin er notuð er hægt að setja upp fasta lykla fyrir vöruflokkinn hér.
Heiti reits |
Lýsing |
Móttaka birgða (Birgðabók) |
Lykill þar sem innhreyfingar birgða á að bóka á, með því að nota birgðabók og vöruhreyfinguna ' Innkaup '.
Athugið: Hægt er að skrifa yfir lykillinn á birgðabókarlínunni. |
Mótlykill (Birgðabók) |
Mótlykill þar sem taka á tillit til úthreyfingar birgða með því að nota birgðabókina. Ef sérstakir birgðareikningar eru fyrir birgðir og úthreyfingar er mælt með því að fylla þennan reit út með sérstökum birgðabreytingalykli í efnahag (til dæmis vöru 5545 af stöðluðum bókhaldslykli).
Ath: Hægt er að skrifa yfir lykil í færslubókarlínunni. |
Hagnaður/tap |
Mögulegt er að velja lykil í bókhaldslyklinum með kerfislyklinum "Lykill rekstrarniðustöðu". Ef nýta á annan "Hagnað/tap" lykil er hægt að tilgreina hann hér í vöruflokknum.
Ath: Hægt er að skrifa yfir lykil í færslubókarlínunni. |
Endurmat birgða |
Hægt er að velja bókhaldslykil með kerfislyklinum 'Endurmat birgða'. Ef nota á annan 'Endurmat birgða' lykil er hægt að tilgreina hann hér í vöruflokknum.
Ath: Hægt er að skrifa yfir lykil í færslubókarlínunni. |
Innlent
Heiti reits |
Lýsing |
Sölulykill (Innlent) |
Sölulykill sem salan á að bóka á (venjulega lykill í rekstri). |
Innkaupalykill (Innlent) |
Innkaupalykill sem innkaupin á að bóka á (venjulega lykill í efnahag). |
VSK sölu (Innlent) |
Sláðu inn VSK kóða fyrir viðkomandi vöruflokk.
Lestu meira um uppsetningu virðisaukaskatts hér... |
VSK af innkaupum (Innlent) |
Sláðu inn VSK kóða fyrir viðkomandi vöruflokk.
Lestu meira um uppsetningu virðisaukaskatts hér... |
Nota gildi sem sjálfgefin |
Ef vöruflokkur tilgreinir sölu-/innkaupalykil og VSK sölu/innkaupa "Innlent" en ekki "Erlent" eða önnur svæði (svæðin haldast tóm) er hakað í "Nota gildi sem sjálfgefin" undir "Innlent" . Notað er "Innlent" sem sjálfgefin sölu-/innkaupalykil og VSK sölu/innkaupa fyrir öll lönd. |
ESB ríki, Útlönd, Engin VSK skráning og Undanþegið VSK

Fylla út ef vörur eru keyptar eða seldar erlendis.
Heiti reits |
Lýsing |
Sölulykill |
Veldu sölulykil fyrir t.d. erlenda sölu. |
Innkaupalykill |
Veldu innkaupalykill fyrir t.d. erlend innkaup. |
VSK sölu |
Ef virðisaukaskattur, veldu þetta hér. |
VSK af innkaupum |
Ef það er VSK af innkaupum skaltu velja þetta hér. |
Vörunotkun og Birgðahreyfing
Lyklar til að bóka KSV í Fjárhag eru tilgreindir undir
Birgðir/Viðhald/Vöruflokkar . Vörunotkun bókast við reikningsfærslu.
Ath: Vörunotkun bókast
aðeins í Fjárhag ef lyklar eru skilgreindir í reitunum
Vörunotkun og
Úthreyfing birgða í vöruflokki.
Ef að reitirnir eru auðir bókast vörunotkun ekki í Fjárhag. við reikningsfærslu og þá þarf að reikna vörunotkun og bóka handvirkt skv. birgðauppgjöri eða birgðatalningu.
Vörunotkun er rekstrarlykill í fjárhag.
Úthreyfing birgða er efnahagslykill í fjárhag undir eignaflokknum Birgðir.
Færa þarf lykla inn fyrir
hvern vöruflokk. Hægt er að nota mismunandi lykla fyrir mismunandi vöruflokka. Ef ekki á að bóka á vörunotkun í ákveðnum vöruflokka þarf ekki að skilgreina lykla fyrir þá vöruflokka.
Birgðabók
Ef birgðabókin er notuð er hægt að setja upp innhreyfingarlykla fastra birgða og mótlykla í vöruflokknum.
Þessar stillingar eru notaðar í birgðabókinni (
Birgðir/Birgðadagbók ).

Móttaka birgða er venjulega stöðulykill í efnahagsreikningi frá flokki birgðalykla.
Birgðabókin er aðeins bókuð í Fjárhag ef lykilinn er tilgreindur í reitnum " Móttaka birgða (Birgðabók)".
Setja þarf inn lykla fyrir
hvern vöruflokk. Hægt er að nota mismunandi lykla fyrir mismunandi vöruflokka. Ef ekki á að bóka á birgðabók fyrir ákveðna vöruflokka þarf ekki að skilgreina lykla fyrir þá vöruflokka.
Hægt er að setja upp "Birgðabreyting" og "Endurmat birgða" sjálfgefið á bókhaldslykil þegar kerfislyklar eru notaðir.
Endurmat birgða (kerfislykill 1) Hreyfingartegund
Leiðrétting
Birgðabreyting (kerfislykill 2) Hreyfingartegundir
Talning, Hagnaður/Tap og Úrelding
Kaup, Sala og VSK lyklar í Vöruflokkum
Í
Birgðir/Viðhald/Vöruflokkar er hægt að tilgreina lykla og VSK kóða til notkunar í innkaupa- og sölureikningum.
ATH: Þessir stýringar virka aðeins ef að
Viðskiptavina- og Lánardrottnaflokkar eru settir upp með Veltubókun eftir Vöruflokkum.
Viðskiptavinaflokkar:
Lánardrottnaflokkar:

Ef að Veltubókun í Viðskiptavina- og Lánardrottnaflokkum stýrist af Viðskiptavina- og Lánardrottnaflokkum ráða þær stýringar bókun en ekki stýringar Vöruflokksins.
VSK stýringar
VSK reitirnir í flokkum Viðskiptavina og Lánardrottna stýra bókun sölu og innkaupa á fjárhagslykla og bókun VSK flokka (nema sérstakir VSK flokkar séu tilgreindir í spjaldi Viðskiptavinar eða Lánardrottnins).
VSK svæðin:
- Innlent
- ESB ríki
- Erlent (utan ESB)
- Engin VSK skráning
- Undanþegið VSK
ATH: Ef hakað er við "Nota þessi gildi sem sjálfgefin" verður uppsetning innlent notuð fyrir öll VSK-svæði sem ekki eru útfyllt.
VSK reitir í Viðskiptavinum:
VSK reitir í Lánardrottnum:
Sjálfmyndaður lykill
Í vöruflokkunum er hægt að velja númeraröð sem stofnar vörunúmer vörunnar við stofnun hennar, að því er fram kemur að númer hafi ekki verið notað áður.
Hagnaður/Tap.: Ef óskað er eftir mismunandi birgðabreytingalyklum í fjárhag fyrir mismunandi vöruflokka er hægt að setja það upp í vöruflokknum undir "Birgðabók".
Stigveldið fyrir bókun vara
Hægt er að hnekkja sumum svæðunum í vöruflokknum annars staðar í Uniconta (í sölupöntuninni, innkaupapöntuninni, færslubókarlínunum, birgðaspjaldinu o.s.frv.). Það er stigveldi sem ákvarðar hvaða upplýsingar Uniconta notar.
Stigveldið sem Uniconta notar upplýsingar um er eftirfarandi:
- Sölu- og innkaupalínur (Í reitunum "Tekjulykill" og "Kostnaðarlykill")
- Sölu- og innkaupahaus (Í reitunum "Tekjulykill" og "Kostnaðarlykill"
- Birgðaspjald - gildir ekki við bókun, en á við t.d. "Tollskrárnúmer"
- Vöruflokkurinn ef vörubókun er notuð í viðskiptamanna- og lánardrottnaflokkum.
- Viðskiptavina- og lánardrottnaflokkur ef bókun viðskiptamanns eða lánardrottins er notuð í viðskiptavina- eða lánardrottnaflokki.
Til dæmis:
- Ef einn tekjulykill er valinn í pöntuninni og annar í vöruflokknum notar Uniconta lykilinn úr pöntuninni þar sem pöntunin er hærri í stigveldinu en vöruflokkurinn.
- Hægt er að velja tollskrárnúmer á birgðaspjaldinu og í vöruflokknum. Uniconta horfir fyrst á birgðaspjaldið þar sem birgðaspjaldið er hærra uppi í stigveldinu en vöruflokkurinn.
- Ef vöruflokksbókun er valin á viðskiptamanna- eða lánardrottnaflokk en vöruflokkurinn er ekki fylltur út með viðeigandi lykli, hoppar Uniconta í viðskiptavina- eða lánardrottnaflokk og notar þessa lykla.
Hvað gerist ef ekki eru allir sölu- og innkaupalyklar fylltir út í flokknum?
Ef viðskiptavinaflokkurinn er stilltur á "Veltubókun = Vöruflokkar" og aðrir sölulyklar (t.d. 'Erlent') eru ekki fylltir út í vöruflokknum og "Nota þessi gildi sem sjálfgefin" undir "Innlent" þá hoppar Uniconta í viðskiptavinaflokkinn og notar þessa lykla. Ef tekjulyklar eru ekki fylltir út í viðskiptavinaflokknum kemur villan: "Lykilnúmer er ekki tilgreint".
Ef lánardrottnaflokkurinn er stilltur á "Bókun innkaupa = Vöruflokkar" og aðrir innkaupalyklar (eins og 'Erlent') eru ekki fylltir út í vöruflokknum og "Nota þessi gildi sem sjálfgefin" undir "Innlent" þá hoppar Uniconta í lánardrottnaflokkinn og notar þessa lykla. Ef innkaupalyklar eru ekki fylltir út í lánardrottnaflokknum er villan gefin upp: 'Lykilnúmer ekki tilgreint'.
Ef viðskiptavinaflokkurinn er stilltur á "Veltubókun = Vöruflokkar" en ekkert vörunúmer er á pöntuninni (aðeins texti færður inn) er bókun viðskiptavinaflokks notuð.
Ef lánardrottnaflokkur er stilltur á „Bókun innkaupa = Vöruflokkar“ en ekkert vörunúmer er í pöntuninni (aðeins texti sleginn inn), þá er bókun lánardrottnaflokks notuð.
Ef
'Viðskiptavinabókun' / 'Lánardrottnabókun'er sett upp undir Vöruflokkur er það notað. Ef lykill er ekki tilgreindur í Bókun viðskiptamanns eða lánardrottins, hoppar Uniconta aftur í vöruflokksbókun.