Í gegnum þetta valmyndaratriði getur reikningsnotandi merkt opna reikninga sem greidda. Skjámyndin sýnir opnu reikningana og notandinn getur nú merkt við að reikningurinn hafi verið greiddur í reitnum Greitt. Ef ekki er búið að greiða alla upphæðina er hægt að leiðrétta upphæðina í reitnum Greiðsluupphæð. Ef greiðsludagsetning skjalsins ætti að vera önnur en í dag skal færa inn aðra dagsetningu í reitinn Greiðsludagsetning í færslunni.
Þegar listinn hefur verið uppfærður með greiðslum þarf að bóka þær, það er gert í gegnum aðgerðarhnappinn Bóka greiðslur
Í sprettiglugganum skal velja færslubókina sem á að bóka í og í gegnum reitinn Banki skal velja bankalykilinn sem greiðslur hafa verið gerðar á. Bankalykilinn verður að vera stofnaður undir Afstemming banka til að vera valinn. Reiturinn Greiðsludagur hefur sem stendur enga virkni í þessum sprettiglugga - dagsetningin fyrir bókun greiðslunnar verður sú sama nema önnur dagsetning sé á einstökum reikningi.

