Hreyfingayfirlitið sýnir hreyfingar fyrir hverja vöru.
Veldu Birgðir /Skýrslur/Hreyfingayfirlit til að skoða hreyfingayfirlit fyrir vörurnar.
Sláðu inn frá og til dagsetningar og smelltu á Leit til að skoða birgðafærslur fyrir það tímabil.
Einnig er hægt að velja allar vörur með því einfaldlega að smella á Leit, eða frá vörunúmeri og áfram á listanum, eða flokka af vörum með því að velja frá vörunúmeri og til vörunúmers.

