Stofna lotunúmer
Það eru þrjár leiðir til að stofna lotunúmer.
- Undir viðhald, Birgðir/Viðhald/Lotu-/raðnúmer
- Í vörulistanum Birgðir/Vörur/Lotu-/raðnúmer
- Beint í innkaupalínum, Lánardrottinn/Innkaupapantanir og smella á Innkaupalínur
1) Undir viðhald
Athugið! Að stofna lotunúmer undir viðhald er eingöngu við sölu.
- Fara í Birgðir/Viðhald/Lotu-/Raðnúmer
- Stofnaðu öll lotunúmerin sem þú þarft fyrir sölu. Stofna línu með F2 eða smella á ‘Bæta við færslu‘ í tækjaslánni.
Ábending! Fyrir langan lista yfir lotu-/raðnúmer er hægt að setja þessi gögn inn af lista, eins og t.d. Excel. Með því að nota innlestrartól eða Afrita/Líma.

- Hér er hægt að fylla út eftirfarandi reiti:Vörunúmer, Upphafsmagn og Númer. Upphafsmagnið er magn vörunnar sem þú vilt skrá með lotunúmerinu sem þú slærð inn í reitinn Númer.
- Reitirnir Magn og Eftirstöðvar er fyllt út sjálfkrafa út frá gildinu í reitnum Upphafsmagn
- Fylltu út eftirfarandi reiti: Dagsetning , Gildislokadagsetning og Athugasemd
- Reiturinn Selt magn er sjálfkrafa uppfært af kerfinu þegar vörur eru seldar með þessu vöru- og lotunúmeri
- Smelltu á Vista í tækjaslánni
- Loka flipanum.
- Veldu Birgðir/Viðhald/Endurreikna birgðir til að endurreikna birgðastöðuna.
Aðeins eftir að þessi keyrsla hefur verið gerð verða lotunúmerin sem stofnuð voru virk skv. sölu.
2) Í vörulistanum
Athugið! Að stofna lotunúmer í gegnum vöruyfirlit er eingöngu við sölu.
- Fara í Birgðir/Vörur
- Veldu vöruna sem þú vilt stofna lotunúmer fyrir.
- Smella á Lotu-/raðnúmer í tækjaslánni

- Í Lotu / raðnúmerum er mögulegt að stofna númerin sem á að stofna á vöruna.
Stofna línu með F2 eða smella á ‘Bæta við færslu‘ í tækjaslánni.
Ábending! Fyrir langan lista yfir lotu-/raðnúmer er hægt að setja þessi gögn inn af lista, eins og t.d. Excel. Með því að nota innlestrartól eða Afrita/Líma.
- Fylltu út eftirfarandi reiti: Upphafsmagn og Magn. Upphafsmagn er magn vöru sem þú vilt skrá með lotunúmerinu sem þú slærð inn í reitinn Númer.
- Reitirnir Magn og Eftirstöðvar er fyllt út sjálfkrafa út frá gildinu í reitnum Upphafsmagn
- Fylltu út eftirfarandi reiti: Dagsetning , Gildislokadagsetning og Athugasemd
- Reiturinn Selt magn er sjálfkrafa uppfært af kerfinu þegar vörur eru seldar með þessu vöru- og lotunúmeri

- Smelltu á Vista í tækjaslánni
- Loka flipanum.
- Veldu Birgðir/Viðhald/Endurreikna birgðir til að endurreikna birgðastöðuna.
Aðeins eftir að þessi keyrsla hefur verið gerð verða lotunúmerin sem stofnuð voru virk skv. sölu.
3) Frá innkaupalínum
- Fara í Lánardrottinn/Innkaupapantanir.
- Stofna innkaupapöntun á venjulegan hátt.
- Smelltu á Vista & fara í innkaupalínur
- Hægt er að slá inn lotunúmer á tveimur stöðum.
- Beint frá innkaupalínum
- Undir Lotu-raðnúmer
-
Athugið! Mælt er með því að nota punkt b, og er það skilyrði að punktur b er notað ef þú vilt geta frátekið lotunúmerið á sölupöntun áður en þú hefur bókað innkaupin.
a) Beint frá innkaupalínum
- Ef þú ert ekki þegar með reitinn Lotu/raðnúmer á innkaupalínum þínum skaltu setja reitinn inn með því að smella á Snið/Breyta í tækjaslánni.
- Á innkaupalínum með vörunúmerum sem úthluta þarf lotunúmeri er reiturinn Lotu/raðnúmer fylltur út beint á línuna.
Ef lotunúmerið finnst fyrirfram er varan tengd þessari lotu. Ef lotunúmerið finnst ekki er það stofnað í lotuyfirlitinu.
b) Undir hnappnum Lotu-ráðnúmer
- Settu bendilinn á innkaupalínuna þar sem þú hefur slegið inn vöruna sem þú vilt kaupa eftir lotunúmeri og smelltu á Lotu/Raðnúmer í tækjaslánni.
- Stofna nýja línu í tengiglugganum með F2 eða með hnappinum Bæta við færslu í tækjaslánni.
- Fylltu að minnsta kosti út reitinn Númer með lotunúmerinu og smelltu á Vista eða Vista & hætta til að fara aftur í innkaupalínurnar.
Athugið! Ef fyrirliggjandi lota er valin er núverandi lota uppfærð með númerinu frá innkaupunum.
Stofna raðnúmer
Það eru þrjár leiðir til að stofna raðnúmer.
- Undir viðhald, Birgðir/Viðhald/Lotu-/raðnúmer
- Í vörulistanum Birgðir/Vörur/Lotu-/raðnúmer
- Beint í innkaupalínum, Lánardrottinn/Innkaupapantanir og smella á Innkaupalínur
1) Undir viðhald
Athugið! Að stofna raðnúmer undir viðhald er hægt að nota bæði í sölu og innkaupum.
- Fara í Birgðir/Viðhald/Lotu-/Raðnúmer
- Stofna öll lotu-/raðnúmerin sem þú þarft fyrir sölu og/eða innkaup. Stofna línu með F2 eða smella á ‘Bæta við færslu‘ í tækjaslánni.
Ábending! Ef þú þarft að stofna mörg raðnúmer er hægt að flytja þau inn af lista, t.d. Excel. Með því að nota innlestrartól eða Afrita/Líma.

- Fylltu út eftirfarandi reiti: Vörunúmer, Upphafsmagn og Númer. Upphafsmagn er það magn af vörum sem þú vilt skrá með lotunúmerinu sem þú slærð inn í reitinn Númer.
Athugið! Ef eingöngu á að nota raðnúmerið í tengslum við sölu þarf að fylla út reitinn Upphafsmagn.
Ef þú vilt stofna raðnúmerið, til að nota síðar við innkaup með þessu raðnúmeri, þá máttu EKKI fylla út reitinn Upphafsmagn
- Reitirnir Magn og Eftirstöðvar eru fylltir út sjálfkrafa út frá gildinu í reitnum Upphafsmagn við innkaup
- Fylltu út eftirfarandi reiti: Dagsetning , Gildislokadagsetning og Athugasemd
- Reiturinn Selt magn er sjálfkrafa uppfært af kerfinu þegar vörur eru seldar með þessu vöru- og lotunúmeri

- Smelltu á Vista í tækjaslánni
- Loka flipanum.
2) Í vörulistanum
Athugið! Að stofna raðnúmer undir viðhald er hægt að nota bæði í sölu og innkaupum.
- Fara í Birgðir/Vörur
- Veldu vöruna sem þú vilt stofna raðnúmer fyrir.
- Smella á Lotu-/raðnúmer í tækjaslánni

- Í skjámyndinni Lotu-/raðnúmer er hægt að stofna þau raðnúmer sem óskað er eftir.
Stofna línu með F2 eða smella á ‘Bæta við færslu‘ í tækjaslánni.
Ábending! Ef þú þarft að stofna mörg raðnúmer er hægt að flytja þau inn af lista, t.d. Excel. Með því að nota innlestrartól eða Afrita/Líma.
- Fylltu út eftirfarandi reiti: Upphafsmagn og Númer. Upphafsmagn er það magn af vörum sem þú vilt skrá með raðnúmerinu sem þú slærð inn í reitinn Númer.
Athugið! Ef þú vilt stofna raðnúmerið, til að nota síðar við innkaup með þessu raðnúmeri, þá máttu EKKI fylla út reitinn Upphafsmagn.
- Reitirnir Magn og Eftirstöðvar er fyllt út sjálfkrafa út frá gildinu í reitnum Upphafsmagn
- Fylltu út eftirfarandi reiti: Dagsetning , Gildislokadagsetning og Athugasemd
- Reiturinn Selt magn er sjálfkrafa uppfært af kerfinu þegar vörur eru seldar með þessu vöru- og lotunúmeri

- Smelltu á Vista í tækjaslánni
- Loka flipanum.
3) Frá innkaupalínum
- Fara í Lánardrottinn/Innkaupapantanir.
- Stofna innkaupapöntun á venjulegan hátt.
- Smelltu á Vista & fara í innkaupalínur
- Hægt er að slá inn raðnúmerin á tveimur stöðum.
-
- Beint frá innkaupalínum
- Undir Lotu-raðnúmer
Athugið! Mælt er með því að nota punkt b, og er það skilyrði að punktur b er notað ef þú vilt geta frátekið raðnúmerið á sölupöntun áður en þú hefur bókað innkaupin.
a) Beint frá innkaupalínum
Athugið! Ekki er tekið tillit til þess hvort magn sé á raðnúmeri. Ef það er Magn = 1 í raðnúmerayfirlitinu og keypt er inn á sama númer mun númerið hækka um innkaupanúmerið!
- Ef þú ert ekki þegar með reitinn Lotu/raðnúmer á innkaupalínum þínum skaltu setja reitinn inn með því að smella á Snið/Breyta í tækjaslánni.
- Á innkaupalínum með vörunúmerum sem úthluta þarf raðnúmeri er reiturinn Lotu/raðnúmer fylltur út beint á línuna.
Ef raðnúmerið er þegar fundið er varan tengd þessu raðnúmeri. Ef raðnúmerið finnst ekki er það stofnað í raðnúmeryfirlitinu.
b) Undir hnappnum Lotu-ráðnúmer
- Settu bendilinn á innkaupalínuna þar sem þú hefur slegið inn vöruna sem þú vilt kaupa með raðnúmeri og smelltu á Lotu/Raðnúmer í tækjaslánni.
- Stofna nýja línu í tengiglugganum með F2 eða með því að smella á Bæta við færslu í tækjaslánni, ef raðnúmer hefur ekki verið stofnað áður.
- Fylltu að minnsta kosti út reitinn Númer með raðnúmerinu. Ef raðnúmerið var stofnað handvirkt í yfirliti lotu/raðnúmera fyrir innkaupin, veldu í staðinn þá lotu sem óskað er eftir í neðri hluta gluggans með því að haka í gátreitinn og smella á Tengja í tækjaslánni.
Athugið! Ef núverandi raðnúmer er valið, með Upphafsmagni, er núverandi raðnúmer uppfært með magninu frá innkaupunum.
- Smelltu á Vista eða Vista & hætta til að fara aftur í innkaupalínurnar.