Útgáfa-92 Það eru nokkrir möguleikar til að taka vörur af vöruhúsinu yfir á verk. Þetta er hægt að gera með því að kaupa beint inn í verkið, í gegnum verkbók, bóka línur úr pöntun beint á verk og að lokum að gera frátekt á vörunni í birgðum frá verkbókhaldinu. Hægt er að finna frátektir í verki með því að smella á tækjaslánna í verklistanum.
Frátektir eru afritaðar annað hvort úr fyrri reikningi, tilboði eða forútreikningi undir áætlun.
Hér að ofan er sýnt hvernig á að afrita úr tilboðum og vöruúthlutun samkvæmt áætlun. Sömu aðferð er hægt að nota frá reikningum.
Línurnar eru afritaðar yfir sem frátektarlínur á verkinu. Aðeins línur þar sem varan er af vörugerðinni “Vara” eru afritaðar.
Nú birtast vörurnar sem fráteknar í birgðum. Eftir það er hægt að bóka línurnar að hluta eða bóka allar línurnar samtímis.
Við hlutabókun er reiturinn "Afhenda nú" notaður ef aðeins á að bóka hluta línunnar. Ef ekki á að bóka línu þarf að fjarlægja hakið í reitnum "Reikningshæft".
Svona birtist frátekning í vöruhúsinu.
Hér er línan dregin yfir á verkið. Hægt er að auðkenna línuna með því að hún hefur hvorki pöntunarnúmer né reikningsnúmer en hins vegar er verknúmerið fyllt út.




