Innlestur frá færsluhirði
Markmiðið með þessari vinnslu er að gera notendum betur kleift að stemma sig af við færsluhirðinn sinn. Vinnslan sækir yfir Internetið allar kortafærslur ákveðins tímabils og færir í dagbók ásamt frádregnum gjöldum og posaleigu. Fara skal í Fjárhagur/Dagbækur og smella á Bæta við dagbók. Stofna þarf dagbók fyrir hvert samningsnúmer sem sækja þarf færslur fyrir, og tilgreina færsluhirðinn með því að setja nafnið á honum í reitinn merktan “Dagbók”. T.d. ef sækja skal frá Rapyd er nóg að setja rapyd eða valitor í dagbókarreitinn en ef sækja skal frá Teya þarf að setja teya eða saltpay. Það er líka hægt að sækja frá Straumi en þá þarf að setja straumur í dagbókarreitinn.


MerchantID | Samningsnúmer aðila hjá færsluhirðinum. |
CreditcardClaims | Bókhaldslykill fyrir greiðslukortakröfur. |
CreditcardFees | Bókhaldslykill fyrir þjónustugjöld. |
DeviceRent | Posaleiga, hér þarf að skrá nr. lánardrottins fyrir færsluhirðinn. |
Bankareikningur | Bókhaldslykill fyrir bankareikning sem færsluhirðir leggur inn prening |
AllTrans | Ef hak er sett hér sækir vinnslan heimildanúmerin |
AlreadyBooked | Ef sett er hak við þetta þá er ekki athugað hvort uppgjörið sé þegar bókað. Hætta er á tvíbókun sé haft hak hér. |
Frá dagsetningu | Sóttar eru færslur frá þessari dagsetningu til dagsins í dag. |
Notandanafn | Aðgangsheiti sem var fenginn frá færsluhirði. |
Lykilorð | Aðgangsorð sem var fengið frá færsluhirði. |
