Lotunúmer á við um flokk (lotu) vara.
Í Birgðir/Vörur, verður að velja Lotunúmer á vöruspjaldinu.
Fara í Lánardrottinn/Innkaupapantanir.
Stofna línu með F2 eða smella á Bæta við færslu í tækjaslánni.
Velja lykil og eru upplýsingar um viðskiptavininn sóttar og núna er hægt að breyta eftir þörfum.
Smella á Vista og fara í innkaupalínurnar til að færa inn vörurnar sem á að panta.
Smella á hnappinn Lotu-/raðnúmer.
Tengdar vörur birtast efst á skjánum. Sjálfgefið er að það sé autt og hægt að stofna eftir þörfum fjölda lína sem á að kaupa inn.
Neðst á skjánum er hægt að sjá ótengd lotu-/raðnúmer sem stofnuð eru á valdri vöru. Ef ekkert er á neðri skjánum er hægt að stofna það undir "Birgðir/Viðhald/Lotu-/Raðnúmer". Lesa meira hér.
Nú er hægt að bæta við vörunum í pöntunarlínurnar sem á að kaupa inn.
Stofna línu með F2 eða smella á Bæta við færslu í tækjaslánni.
Ef lotunúmer er fyllt út í neðri hluta Lotu-/raðnúmer skjámyndar, er merkt við vörurnar sem tengja á úr Ótengt við línurnar sem eru stofnaðar í Tengt.
Það kunna að vera fleiri ótengdar línur en tengdar, en það verður að vera að minnsta kosti jafnmikill fjöldi. Ef það eru fleiri línur í Tengt þá hafa ekki verið stofnuð öll lotu-/raðnúmer. Þeim verður að bæta við áður en hægt er að ljúka innkaupunum.
Smellt er á Tengja í tækjaslánni og vörurnar í efri skjámyndinni verða tengdar við lotu-/raðnúmerin sem hafa verið stofnuð.
Smella á Vista og loka flipanum.
Þegar innkaupareikningur er reikningsfærður er hægt að sjá raðnúmerið.





