Stofna margar sölupantanir með tilheyrandi pöntunarlínum.
Ef tekið er á móti Excel-skrá eða CSV-skrá með viðskiptavinanúmeri, pöntunarnúmeri og heildarverði er hægt að stofna þær í Sölupöntun án þess að þurfa að slá inn handvirkt.
Allt sem það tekur er smá gagnabreyting í Excel skjalinu.
Dæmið hér að neðan sýnir hvernig við nýtum okkur:
- Sölupöntun - Breyta öllum
- Pantanaflokkar
- Pantanabók
- Fjöldauppfærslur
Ath: Við gerum ráð fyrir að viðskiptavinirnir eru settir upp í Uniconta.
Við höfum fengið eftirfarandi gögn frá viðskiptavinum okkar, sem við verðum að reikningsfæra.
Hægt er nú að stofna hverja einstaka pöntun handvirkt og eyða dágóðum tíma í það, eða safna viðeigandi gögnum í nýtt Excel skjal og afrita þessi gögn beint í Uniconta.
Pöntunarflokkar
Í viðkomandi dæmi eru notaðir Pöntunarflokkar í Uniconta.
Fara í Viðskiptavinur/Viðhald/Pöntunarflokkar og stofna viðeigandi flokka. Hér er stofnuð Áskrift og Þjónusta
Ath: "Númer" í pöntunarflokkum er svo notað í sölupöntuninni, þannig að ef sett er "01", "02", "03" þá á að nota þær eða eins og í dæminu "Áskrift" og "Þjónusta"
Sölupöntunarhaus
Í dæminu er takmarkaður fjöldi reita, lykilnúmer, pöntunarnúmer, stofnað og flokkur. Ef á að nýta marga reiti skal bara ganga úr skugga um að fyrirsagnirnar í Excel skjalinu séu þær sömu og í Uniconta.
Áskrift: Til að stofna áskriftir þarf að nýta svæðin; "Eyða línum eftir reikningsfærslu" og "Eyða pöntun eftir reikningsfærslu". Þetta verður að vera stillt með gildinu "False".
Stofna excel skjal sem inniheldur upplýsingar um sölupöntun.
Með fyrirsögnum: (sjá dæmi hér að neðan)
- Lykill
- Pöntunarnúmer
- Stofnað
- Flokkur
Fara í Viðskiptavinur/Sala/Sölupantanir, velja flipann "Breyta öllum" og svo hnappinn "Breyta öllum"
Fara skal í Excel skjalið og velja öll gögnin, afrita (Ctrl+C) og fara í Sölupöntunarmyndina og velja "Líma úr Excel"
Smellt er á hnappinn Vista og nú eru stofnaðar sölupantanir.
Stofna sölupöntunarlínur í pantanabók
Upprunalega Excel skjalið verður að laga þannig að það hafi eftirfarandi upplýsingar:
- Pöntunarnúmer
- Vöru eða texta
- Magn og verð eða heildarupphæð
Dæmið byggist á einni upphæð, einni vöru. Þessi vara getur verið vara í birgðum en getur líka verið bara texti. Ef um vöru er að ræða skal nota vörunúmerið í Uniconta sem kallast "Vara". og þennan reit verður að fylla út í Excel-skjalið. Við erum bara með texta og heildarfjárhæð.
Fara í Viðskiptavinur/Sala/Pantanabók.
Fara í leiðrétt Excel skjal og velja gögnin, afritaðu (Ctrl+C) og farðu í pantanabók myndina, velja "Líma úr Excel"
Smellt er á hnappinn Vista og nú hafa pöntunarlínur verið stofnaðar í sölupöntunum.
Til að reikningsfæra allar þessar pantanir er nú hægt að fara í Viðskiptavinur/Sala/Fjöldauppfærsla. Ef allar pantanir eiga að vera reikningsfærðar verður að smella á hnappinn "Stofna reikning". Ef þetta eru bara brot af þeim, þá þarf að velja hverja eigi að reikningsfæra með því að smella á hnappinn "Stofna reikning". Aðeins þær sem sjást á skjánum eru reikningsfærðir.