Uppsetning á viðskiptavini
Í viðskiptavinaspjaldi er slegið inn tölvupóstfang fyrir móttöku reikninga með tölvupósti.
Uppsetning tengiliða
Í tengiliðum viðskiptavinar (Viðskiptavinur/Tengiliðir í tækjaslánni) er hægt að bæta við móttakendum reikninga.- Ef að móttakandi er þegar skráður sem tengiliður er valið línuna með tengiliðnum og smellt á Breyta hnappinn.
- Ef að móttakandi er ekki skráður sem tengiliður er smellt á Bæta við hnappinn og fyllt út upplýsingarnar.
Í reitinn Viðtakandi pósts er hakað í reitinn Reikningur. Þar með mun þessi tengiliður einnig fá reikninga með tölvupósti.
Tengiliðalistinn lítur svona út og inniheldur tvo tengiliði. Hér er hægt að stofna tengiliðina sem fá reikning með tölvupósti, sem og tengiliðina sem fá önnur skjöl , eins og pöntunarstaðfestingu og fylgiseðla.
