Sjálfvirkt val á lykli gerir þér kleift að setja reglur þannig að lykla-reitir útfyllist sjálfkrafa þegar bankayfirlit eru flutt inn.
Hægt er að setja upp sjálfvirka lyklun á mismunandi stöðum í kerfinu:
- Fjárhagur/Afstemming banka/Sækja gögn og smella á Sjálfvirk lyklun í tækjaslánni.
- Fjárhagur/Dagbækur/Flytja inn hreyfingayfirlit banka og smella á Sjálfvirk lyklun
- Fjárhagur/Afstemming banka/ og smella á Para línur/ og smella á hnappinn Bæta við bókunarregla
Uppsetning á Sjálfvirku vali á lykli (punktur 1+2)
- Velja t.d. Fjárhagur/Afstemming banka/Sækja gögn og smella á Sjálfvirk lyklun í tækjaslánni
- Smella á Bæta við færslu í tækjaslánni
- Ef þú t.d. vilt að allar færslur þar sem textinn inniheldur orðið 'Vextir' séu færðar inn á lykil 6210, sláðu síðan inn eftirfarandi:
Með því að haka við einn af síðustu þremur reitunum skilgreinir þú hvort leitartextinn eigi að vera í upphafi textans (Byrjar á) á bankayfirlitinu þínu, nákvæmlega eins og textinn (jafnt) eða bara vera hluti af textanum (inniheldur).
- Sláðu inn eins margar lyklauppsetningar og þú vilt
- Smella á Vista á tækjaslánni og lesið inn hreyfingayfirlit frá bankanum á venjulegan hátt.