Viðhengi
Í Uniconta er hægt að hengja Minnispunkta og skrár (skjöl) við hvar sem er. Hvort sem það er fyrir Viðskiptavini, Efni, Tengilið o.s.frv.
Minnispunktum og Skjölum er bætt við gegnum "Viðhengi" á tækjaslá.
Minnispunktum er bætt við með því að smella á "Minnispunktur".
Fylla skal út "Minnispunktur" og dálkinn "Flokkur" (valfrjálst) . Restin er sjálfkrafa fyllt út.
Skjölin eru hengd við með því að smella á "Skjal".
Næst er smellt á "Bæta við".
Velja skal skjal með því að smella á "Fletta".
Nú er hægt að fylla út reitina "Texti", "Flokkur" og "Heiti flokks".



