Með því að nota Uppfæra verð Uppskriftar undir Birgðir/VIðhald geturðu uppfært kostnaðar- og söluverð á öllum uppskriftum þínum í einu. Að öðrum kosti er hægt að uppfæra verð fyrir eina uppskrift í einu með því að velja uppskrift/framleiðsluuppskrift undir Birgðir/Vörur, smella á Uppskrift/Inniheldur og Reikna verð.
Aðgerðin sækir kostnaðar- og söluverð úr vörunum sem eru í uppskriftinni og summar upp þannig að kostnaðar- og söluverð vöruuppskriftarinnar eru summan af kostnaðar- og söluverði undirvaranna.
Athugið! Fylla þarf út söluverð fyrir allar vörur sem eru í uppskriftinni, annars reiknast söluverð ekki.
Athugið! Ef reiturinn Uppskrift. Kostnaður er samtala lína er merkt á uppskriftarvörunúmerið, þá verður kostnaðarverð í reitnum Kostnaðarverð á uppskriftarvörunni sjálfri eingöngu til upplýsingar.
Í því tilviki verður það alltaf samtala kostnaðarverðs undirvara sem notuð verða sem kostnaðarverð við frágang uppskriftarinnar.

