Lánardrottinn/Viðhald/Lánardrottnaflokkar
Lánardrottnaflokkar eru notaðir til að skipta lánardrottnum í hópa svo að hægt sé að bóka innkaup á mismunandi lykla, t.d fjárhagslykla.
Uniconta leyfir notandanum að velja t.d hvaða flokk á að birtast í bókun innkaupa.

Tækjaslá lánardrottnaflokka
Smella á “Bæta við lánardrottnaflokkur” til að stofna nýjan lánardrottnaflokk. Smella á "Breyta" til að breyta lánardrottnaflokki. Möguleiki er að afrita flokkinn með því að smella á "Afrita lánardrottnaflokkur". Með "Vörubókun" er hægt að búa til fylki þannig að innkaupabókun og vörunotkun séu bókuð í milliafurð eftir lánardrottnaflokkum og vöruflokkum. Lesa meira hér. Með "Snið" er hægt að velja og vista snið. Lesa meira hér. Allir reitir: Þessi hnappur sýnir alla reiti í lánardrottnaflokknum sem verið er í.
Lýsing á reitum
ATH! Hægt er að velja suma reitina annars staðar í Uniconta (í innkaupapöntun, á lánardrottnaspjaldinu, í vöruflokknum o.s.frv.). Það er stigveldi sem ákvarðar hvaða upplýsingar Uniconta notar. Lesa meira um þetta stigveldi neðar í þessari grein. Lýsing Flokkur: Hér er stutt nafn fyrir flokkinn. Heiti: Hér er flokknum gefið nafn. Sjálfgefið: Velja hvort nota eigi þennan flokk sjálfgefið fyrir alla lánardrottna. Ef lánardrottnaflokkur er stilltur með sjálfgefið mun lánardrottinn hafa þennan flokk uppsettan ef 'Flokkur' er ekki fylltur út á lánardrottnaspjaldinu. Athugið! Velja aðeins sjálfgefinn flokk. Sjálfmyndaður lykill: Reiturinn “Sjálfmyndaður lykill” lætur notanda nota númeraröð fyrir flokk'. Þegar þetta er uppsett mun númer myndast sjálfkrafa fyrir færsluna ef því hefur ekki verið bætt við. Númeraraðir hafa tvennan tilgang: Númeraraðir er hægt að nota bæði sem fylgiskjalanúmer og auk þess sem sjálfmyndaða lykla fyrir færslur. Athuga að númeraraðir hafa ekki svæði fyrir lengd, svo Uniconta getur bætt við núllum eða forskeyti. Lesa meira hér. Stillingar Bókun innkaupa: Í Uniconta er hægt að velja hvort lánardrottnaflokkurinn eigi að virka við bókun lánardrottnaflokks eða bókun vöruflokks. Ef bókun lánardrottnaflokks er valin eru allar færslur í lánardrottnaflokknum bókaðar samkvæmt lyklinum og VSK-kóðunum sem valdir eru í þessum lánardrottnaflokki. Lesa meira um stigveldi bókunar í Uniconta neðar í þessari grein. Þjappa færslum: Ef hakað er við hér eru fjárhagsfærslur frá reikningi þjappaðar saman þannig að færslurnar úr vörulínunum eru safnaðar saman ef þær eru bókaðar á sama reikning. Ef hakið er fjarlægt verða allar fjárhagsfærslur stofnaðar. ATH! "Færslurnar mínar eru horfnar." Ef fjárhagsfærslurnar hafa verið þjappaðar saman og samtala lykils fer í núll verða þær ekki bókaðar í fjárhaginn. Reikningur Verðlisti: Hægt er að velja verðlista fyrir alla lánardrottna í flokknum. Lesa meira um verðlista hér. Snið flokkar: Hér er hægt að velja sniðflokk fyrir skjölin sem eru send til allra lánardrottna í þessum flokki (reikningar o.s.frv.) Lesa meira hér. Vörunafnaflokkur: Hér má velja vörunafnaflokk (sem lýsir vörunum á mismunandi hátt eða tungumálum) fyrir alla lánardrottna í þessum flokki. Lesa meira hér. Lyklar Safnlykill: Þetta skal vera safnlykill lánardrottins með lykilgerðinni 'Lánardrottnar'. Lesa meira hér. Fastur afsláttur: Hér er hægt að velja lykil fyrir fastan afslátt. Staðgreiðsluafsláttur: Hér er hægt að velja lykil fyrir staðgreiðsluafslátt. Lesa meira hér. Gengisuppreikningur: Hér er hægt að velja lykil fyrir gengisuppreikning. Lesa meira hér. Veittur afsláttur: Hægt er að stofna lykil og mótlykil til að bóka afslætti sem berast í tengslum við innkaupapöntunina. Lesa meira hér. Veittur afslátt (Mótlykill): Hægt er að stofna lykil og mótlykil til að bóka afslætti sem berast í tengslum við innkaupapöntunina. Lesa meira hér. Innlent Innkaupalykill (Innlent): Hér er valinn innkaupalykill fyrir alla lánardrottna í flokknum sem stilltir eru á 'VSK svæði - Innlent' á lánardrottnaspjaldinu. VSK af innkaupum (Innlent): Hér er valinn VSK-kóði fyrir alla lánardrottna í flokknum sem stilltir eru á 'VSK svæði - Innlent' á lánardrottnaspjaldinu. Nota gildi sem sjálfgefin: Ef lánardrottnaflokkur tilgreinir innkaupalykil og VSK af innkaupum - Innlent en ekki Erlent (reitirnir eru tómir) er sjálfgefið hægt að haka við 'Nota gildi sem sjálfgefin' undir Innlent. Á þennan hátt er 'Innlent' notað sem sjálfgefinn innkaupalykil og innskatt. ESB ríki Hér er valinn innkaupalykill og innskattur fyrir alla lánardrottna í flokknum sem stilltir eru á „VSK svæði - ESB ríki“ í lánardrottnaspjaldinu. Útlönd Hér er valinn innkaupalykill og innskattur fyrir alla lánardrottna í flokknum sem stilltir eru á 'VSK svæði - Útlönd' á lánardrottnaspjaldinu. Engin VSK skráning Hér er valinn innkaupalykill og innskattur fyrir alla lánardrottna í flokknum sem stilltir eru á 'VSK svæði - Engin VSK skráning' á lánardrottnaspjaldinu. Undanþegið VSK Hér er valinn innkaupalykill og innskattur fyrir alla lánardrottna í flokknum sem stilltir eru á 'VSK svæði - Undanþegið VSK' á lánardrottnaspjaldinu.Stigveldi bókunar og aðrar uppsetningar
Einnig er hægt að velja suma reitina í lánardrottnaflokknum (lykill, vsk, innkaupaverð, verðlistar, snið flokkar osfrv.) annars staðar í Uniconta. Stigveldið sem Uniconta notar til ná í upplýsingar er eftirfarandi:- Pöntunarlínan.
- Pöntunarhausinn.
- Lánardrottnaspjaldið.
- Vörubókunin (ef hún er sett upp). Lesa meira.
- Lánardrottnaflokkurinn (ef 'Lánardrottnaflokkar' eru valdir undir 'Bókun innkaupa' í lánardrottnaflokknum).
- Vöruflokkurinn (ef 'Vöruflokkar' eru valdir undir 'Bókun innkaupa' í lánardrottnaflokknum).