Öll gögn sem birtast í skjámyndum Uniconta eða eru tekin út skýrsluformi er hægt að flytja út á fjöldmörgum skráarformum.
Skýrslum og skjámyndum er hægt að breyta og aðlaga áður en vistað er:- Færa dálka
- Fjarlægja/bæta við dálkum
- Aðlaga breidd dálka
- Raða
- Sía og leita
Reikningar og tilboða skrifast alltaf út í sniði reikninga og því er ekki hægt að séraðlaga nema með því að breyta þarf sniði reikninga.
Hægt er að velja um mörg mismunandi skráarform. Efst til hægri í Forskoðunar-glugganum er hnappurinn Send.
Þegar þú hefur valið skráarsnið opnast nýr gluggi þar sem þú getir staðfest valið. Smelltu á OK og póstur stofnast í póstforritinu með skránni sem viðhengi.
Ef þú vilt senda frá þér tilboð útbýrð þú tilboð í Viðskiptavinir/Tilboð. Yfirlitið sýnir öll stofnuð tilboð.
Merktu við það tilboð sem þú vilt senda og smelltu á hnappinn Tilboð.

Næst smellir þú á Send hnappinn.

Nú stofnast sjálfkrafa tölvupóstur í tölvupóstforritinu þínu með fylgiskjalinu sem viðhengi. Sláðu inn netfang móttakanda og þann texta sem þú vilt að fylgi tilboðinu áður en þú sendir.