Í Uniconta er hægt að nota eigin SMTP uppsetningu og nota þar með sinn eigin tölvupóstþjón til að senda tölvupóst frá Uniconta.
Mælt er með því við alla viðskiptavini að þeir setji upp sitt eigið SMTP gildi.
Hægt er að setja upp SMTP á tveimur stöðum í Uniconta.
- Viðskiptavinur/Viðhald/Tölvupóststillingar
- Fyrirtæki/Viðhald/Tölvupóststillingar
Mikilvægt varðandi uppsetningu tölvupósts
Athugið! Við mælum með að allir notendur sendi reikninga í gegnum eigin póstþjón. Ef þú fyllir ekki inn upplýsingar um þinn eigin SMTP netþjón þá eru tölvupóstar sendur í gegnum 'mailmailmail.net' með sendanda-netfanginu mail@unicontamail.com sem getur leitt til þess að þessir tölvupóstar lendi í ruslpóstsíu viðtakanda .Athugið! Ef uppsetning tölvupósts er ekki sett upp fær tölvupóstur sendanda (þ.e. tölvupóstur notanda) afrit af öllum tölvupóstum sem sendir eru frá fyrirtækinu.
Athugið! Ef ekki er stofnuð uppsetning tölvupóst með SMTP og notar Microsoft sem veitanda er hámarksfjöldi tölvupósta sem hægt er að senda, t.d. í tengslum við fjöldauppfærslu, 50 stykki. Athugið! Stofna þarf til tölvupóstuppsetningu í fyrirtækjaeiningunni ef senda á samþykktar-tölvupóst í tengslum við samþykki stafrænna fylgiskjala. Athugið! Ef notað er CRM (Viðskiptatengsl) verður sendandi tölvupósts að vera settur upp undir Fyrirtæki/Viðhald/Tölvupóststillingar. Lesa meira um CRM hér...DNS skrá og IP tala
Oft þarf líka að gera einhverjar lagfæringar á eigin póstþjóni þannig að heimilt sé að senda póst fyrir þína hönd frá Uniconta. Ef þú þarft að vita DNS skrá okkar og IP tölu í tengslum við þetta geturðu séð þær hérSMTP uppsetning
- Fara í Fyrirtæki/Viðhald/Tölvupóstsstillingar
- Smella á „Bæta við“ eða „Breyta“ í tækjaslánni.
- Hægt er svo að nota „Wizard“ hnappinn í tækjaslánni til aðstoðar. Wizardinn býður upp á að fylla út SMTP-þjón og SMTP port number , þar sem þú velur einfaldlega hvort þú notar Office 365, Gmail eða Yousee.
- Ef ekki er haft einhvern af ofangreindum þjónustum ert hægt að fylla út SMTP upplýsingar sjálfur. Fylla skal út eftirfarandi reiti:
- Slá inn SMTP-þjón (hægt að fá þær upplýsingar frá söluaðila netþjónustunnar)
- Slá inn SMTP port number (hægt að fá þær upplýsingar frá söluaðila netþjónustunnar)
- Slá inn SMTP notandann, venjulega netfangið sem á að senda frá.
- Slá inn SMTP lykilorð, lykilorð sem stemmir við notandann / netfangið.
- Mælt er með því að haka í reitinn Nota SSL . Ef TLS er notað, sem er á protocol leveli, þá verður SMTP netfangið að byrja á tls:// og SMTP portnúmerið verður að vera stillt á 587. Dæmi um SMTP-þjóns-póstfang: tls://smtp.minmailserver.dk
- Ef hakað er í Leyfa annan sendanda er hægt að láta tölvupóst sendast úr öðru póstfangi. 'Leyfa annan sendanda' er stilling í Office 365 og öðrum kerfum sem almennt leyfir ekki tölvupóstreikningi að senda tölvupóst í nafni einhvers annars. Með því að krossa við Leyfa annan sendanda hefur það verið tryggt.
- Smella á Sannreyna uppsetningu / Tölvupóstur, og sláðu inn t.d. þitt eigið netfang eða, jafnvel betra, netfang á öðru léni, t.d. einkanetfangið þitt eða álíka og smella á Í lagi. Ef SMTP hlutinn er rétt uppsettur sérðu skilaboðin „Tölvupóstur sent villulaust“ og þér hefur verið sendur prufupóstur á netfangið sem þú gafst upp.
- Smelltu á Vista í tækjaslánni