Öll gögn sem birtast í skjámyndum Uniconta eða eru tekin út skýrsluformi er hægt að flytja út á fjöldmörgum skráarformum.
Skýrslum og skjámyndum er hægt að breyta og aðlaga áður en vistað er:- Færa dálka
- Fjarlægja/bæta við dálkum
- Aðlaga breidd dálka
- Raða
- Sía og leita
Dæmi
Bókhaldslykil fluttur út á skrá: Opnaðu bókhaldslykilinn (Fjárhagur/Bókhaldslykill) og smelltu á Prentun í tækjaslánni.


Smelltu á litla þríhyrninginn hægra megin við Export hnappinn til að sjá hvaða skráarform eru í boði.

Veldu skráarformið sem þú vilt nota til vistunar og þá opnast nýr gluggi með fleiri valmöguleikum. Smelltu á OK, veldu hvar þú vilt vista og sláðu inn nafn á skránni.
Þú getur líka smellt á Flytja út í Excel eða Flytja út í CSV til að færa gögnin þín yfir í skrá á því sniði.
Hægt er að flytja Viðskiptavini, Lánardrottna, Birgðir o.s.frv. yfir á skrá með sama hætti og hér að ofan.
Allar skýrslur er hægt að flytja út á skrá.
Ef að endurskoðandinn óskar eftir yfirliti yfir öll fylgiskjöl sem voru bókuð á fjárhagsárinu 2016 ferð þú í Fjárhagur/Skýrslur/Fylgiskjöl. Smelltu svo á Sía hnappinn í tækjaslánni til að velja gildi til að sía eftir.
Í valmyndinni sem opnast velur þú í Bókunardagssetning í Nafn svæðis og slærð inn 01/01/2016..31/12/2016 í reitinn Sía eftir.
Smelltu á OK.
Nú sérðu eingöngu fylgiskjöl bókuð á árinu 2016 í skýrslunni.
Smelltu á Prentun í tækjaslánni og þá opnast skýrslast í forskoðunarglugga. Þar sem að skýrslan inniheldur marga reiti með löngum texta höfum við breytt útlitinu í Landscape með Page Setup hnappnum í tækjaslánni.
Bæta má upplýsingum við skránni eftir því sem við á. Veldu hvar þú vilt vista skránna og sláðu inn nafn á skránni og hún liggur fyrir sem sjálfstæð skrá.