Hreyfingayfirlit sýnir yfirlit yfir hreyfingar á viðkomandi lykli/lyklum á tilteknu tímabili.
Fara skal í Fjárhagur/Skýrslur/Hreyfingayfirlit.
Fylla skal út reitina í fellivalmyndinni fyrir upplýsingarnar sem þarf.
Það eru nokkrir valmöguleikar sem hægt er að velja með því að setja gátmerki í reiti, til dæmis, 'Sleppa tómum lyklum'.
Byrja skal með því að smella á “Leit”, og allir lyklar verða hlaðnir inn í gluggann og birtir hér að neðan.
'Útvíkka allt' stækkar yfirlitið til að sýna allar hreyfingar á völdum lykli.
'Snið' leyfir notandanum að vista, sækja, breyta eða eyða sniði. Lesa um snið hér.
Smella skal á prentaratáknið efst til hægri til að skoða hreyfingayfirlitið.
.



Hreyfingayfirlit viðskiptavina
Hreyfingayfirlit viðskiptavina er einnig hægt að skoða og senda með tölvupósti frá Viðskiptavinur/Skýrslur/Hreyfingayfirlit eins og sýnt er í skjámyndinni hér að neðan. Fylla skal út reitina í fellivalmyndunum. Gátmerki er sett í reitina eftir þörfum ("Hækkandi", 'Sleppa tómum', 'Aðeins opið', 'Síðuskil' og 'Birta gjaldmiðil'). Velja skal hvort 'Prentforskoðun' eigi að vera annað hvort 'Innri' eða 'Ytri' fyrir mismunandi snið. Smella á 'Leit' til að stofna yfirlitið. Smella skal á prentaratáknið efst til hægri til að skoða hreyfingayfirlitið eins sýnt er hér að neðan. 'Útvíkka allt' og 'Snið' í tækjaslánni er hægt að nota eins og lýst er hér að ofan. Lesa meira um snið hér. Lesa meira um Síu/Hreinsa Síu hér. Smella á "Senda með tölvupósti" á tækjaslánni til að senda yfirlitið beint til viðskiptavinarins.
Hreyfingayfirlit lánardrottna
Hægt er að stofna hreyfingayfirlit lánardrottna á svipaðan hátt með því að fara í Lánardrottinn/Skýrslur/Hreyfingayfirlit.Hreyfingayfirlit Birgða
Hægt er að stofna birgðayfirlit á svipaðan hátt með því að fara í Birgðir/Skýrslur/Hreyfingayfirlit. Lesa meira um birgðayfirlit hér.Villuboð
Ef villa kemur upp við prentun hreyfingayfirlits og valið hefur verið að taka dagbók með er það vegna þess að ein af dagbókunum er ekki í lagi. Fara skal í Fjárhagur/Dagbækur – ‘Dagbókarfærslur’ og smella á “Villuleita dagbók" eins og sýnt er í skjámyndinni hér að neðan.