Undir Kerfisstjóri/Öll fyrirtæki er yfirlit yfir öll fyrirtæki sem maður er þjónustuaðili að (Univisor og endanotandi)
"Eyða fyrirtæki" eyðir fyrirtækinu sem var valið.
"Afturkalla eyðingu" ef á að afturkalla eyðingu fyrirtækis.
"Endurnýja gagnaskyndiminni" uppfærir öll gögn á skjánum.
"Aðgangsstjórnun" hér er hægt að stjórna öllum notendum fyrirtækisins sem þú ert á. Lesa meira hér neðar.
"Viðhengi" hér getur þú skoðað og hengt skrár við.
"Fara í fyrirtæki" hér er farið beint í fjárhag fyrirtækisins.
"Opna nýjan biðlara" opnar nýjan Uniconta-glugga.
"Fara í eigandi" hér er farið beint í eiganda fyrirtækisins.
Aðgangsstjórnun
"Aðgangsstjórnun" farið er beint í nýja skjámynd (Fyrirtæki/Aðgangsstjórnun/Aðgangsstýring notenda) þar er listi yfir alla notendur fyrirtækis og þeirra réttindi.


Lýsing á hnöppum í tækjaslá
Í tækjaslánni eru almennir hnappar sem koma fyrir í næstum öllum tækjaslám (“Sía“, “Hreinsa síu” og “Snið“). Sömuleiðis eru hnappar sem eru einstakir fyrir þá valmynd sem maður er í.

- "Owner of", hér er hægt að sjá lista yfir fyrirtæki sem núverandi notandi er eigandi að eða stjórnandi.
- "User of", hér er hægt að sjá lista yfir fyrirtæki sem maður sjálfur er notandi að
- Hægt er að velja "Aðgangsheimildir notanda" á milli "Enginn aðgangur", "Lesaðgang", "Skrifaðgangur" og "Fullt" fyrir hin ýmsu notendaverk.
- "Breyta eiganda" hér er hægt að breyta eiganda fjárhags/fyrirtækis.
